08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2219 í C-deild Alþingistíðinda. (1466)

93. mál, hallærisvarnir

Halldór Steinsson:

Það fyrsta, sem ríður á að gera sér grein fyrir í hverju máli, er það, hvort málið sé gott og nauðsynlegt, og hvort það sé framkvæmanlegt.

Um þetta mál er það að segja, að eg tel í sjálfu sér gott að eiga sjóð, er grípa megi til þegar hallæri eða annan háska ber að höndum. Ekki get eg fallist á þeirra manna mál, sem halda því fram, að oss sé jafnmikil hætta búin nú sem fyr á öldum. Eg get jafnvel ekki fallist á það, að oss sé eins hætt eins og oss var fyrir tveim, þrem áratugum. Þar með er ekki sagt, að ekki væri gott að eiga slíkan sjóð, en yfirleitt má með sanni segja, að þörfin á hallærissjóði fari þverrandi ár frá ári, svo miklum framförum taka atvinnuvegir vorir í hvívetna. Því er fjarstæða að halda því fram að vér séum jafn óviðbúnir við hvera konar óárani sem fyrrum Eg skal nefna t.d. drepsóttir, sem fyrrum lögðu í eyði heila landshluta, eins og t. d. svartidauði, stórabólan o.fl. Slíkt gæti aldrei komið fyrir nú. Eg skal játa það, að eldgos, jarðskjálftar og hafis geta enn komið sem fyr, en gagnvart því fári stöndum vér betur að vig i en áður. Auðvitað getur ilt árferði alt af komið fyrir, en tæplega leitt til bjargarskorts. Afli getur brugðist eina og eina vertið í sumum verstöðum, en miklu síður getur það orðið oss til hnekkis nú en áður. Nú er mönnum miklu hægara um að flytja í aðra verstaði, ef afli bregst, enda veit eg til þess, að Vestmanneyingar hafa í aflaleysi í Vestmannaeyjum flutt báta sína undir Jökul, og Ísfirðingar, þegar aflalaust er hjá þeim, farið norður á land og sótt sjó þaðan. Fyrir því má eg fullyrða, að menn þurfa ekki oft að vera í vandræðum, þó að afli bregðist eitt og eitt ár í bili.

Það er auðvitað, að ilt árferði hefir áhrif á landbúnaðinn, veldur heyleysi og skepnufækkun. T.d. hefir verið votviðrasamt í sumar sunnanlands og vestan, og viðbúið að menn verði að lóga skepnum sínum í haust, ef menn vilja vera forsjálir. En af því þarf þó ekki að kvíða bjargarskorti alment.

Þá er og að líta á það, að það er langt frá að landið sé jafnopið, jafnmóttækilegt fyrir þær plágur, sem tíðast eru auk í hallæri. Mörg hundruð ára reynsla hefir sýnt okkur, að hafísinn festist að jafnaði ekki við Suður- og Vesturland, en jafnlöng reynsla hefir sýnt, að einmitt þessi plága hefir tíðast verið orsök til hallæris hér á landi. Þess vegna má ekki og á ekki að láta sömu lög og reglur gilda um alt land þegar um varnir gegn hallæri er að ræða.

Þá sný eg mér að hinni spurningunni, hvort málið sé framkvæmanlegt. Yfir höfuð þykir mér sú stefna ráða of miklu meðal þingmanna, þegar um ný gjöld er að ræða, að líta að eins á aðra hliðina, á það góða og gagnlega, sem af gjaldinu kann að leiða, ekki á þau óþægindi, sem gjöldin hafa í för með sér fyrir fátæka gjaldendur, og oft eru svo mikil, að gagnið af gjaldinu er svo langt frá því að vega upp á móti þeim. Sumum kann nú að sýnast, að ekki muni mikið um þetta lága gjald, en þar til er því að svara, að það munar talsvert um það, þegar það bætist ofan á há gjöld fyrir hjá fátækri alþýðu, og safnast þegar saman kemur.

Mér er kunnugt um það, að mörgum manni veitir þungt að standa í skilum með in lögboðnu gjöld. Þegar svo þar við bætist, að nú á siðari árum hefir sí og æ verið hlaðið á þjóðina nýjum óhjákvæmilegum gjöldum, þá er sannarlega ástæða til að fara varlega í að leggja á hana þetta gjald, sem með engu móti verður sagt um, að ekki verði án af komist.

Þótt þetta kunni nú að vera framkvæmanlegt, þá þykir mér þó ekki vera farið rétt að. Þjóðin hefir ekki verið spurð um þetta mál og hún. á eftir að leggja dóm sinn á það.

Því hefir verið haldið fram til stuðnings þessu máli, að í öðrum löndum sé algengt að stofna slíka sjóði til tryggingar fyrir ýmsar stéttir manna þegar neyð ber að höndum. Það er rétt, en þar er líka öðru máli að gegna. Þar ráða samtök borgarannasjálfra, en engin nauðung af hálfu löggjafarvaldsins.

Þetta mái er svo vaxið, að eg tel sjálfsagt að það sé borið undir landsmenn, áður það verði að lögum. Ef landsmenn sjá engin tök á að koma því í framkvæmd, þá er það ekki tímabært og verður að bíða betri tíma, en ef landsmenn aðhyllast það í einhverri mynd, sem eg ráðgeri, þá er sjálfsagt fyrir þingið að taka það til meðferðar með hliðsjón af þeim skoðunum, sem fram komu í því.

Því kysi eg helzt, að málinu yrði víaað til atjórnarinnar til undirbúnings undir næsta þing, og henni falið að leita álits og tillagna héraðsstjórna um málið og að því búnu leggja frumvarp fyrir þingið, þar sem hliðajón sé tekin af þeim mismunandi skoðunum, er kunna að koma fram í því.