16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

37. mál, hagstofa Íslands

Hákon Kistoffersson:

Jeg skal geta þess um áburð hv. 6. kgk. (G. Bj.) á mig, að jeg hafði als eigi fróðleik minn um það, hvað borgað væri fyrir ðrkina í landshagsskýrslunum, frá h. nefnd; jeg hef fengið vitneskju um það úr annari átt, og jeg hef orðið þess áskynja, að fyrir hafi það komið, að greiddar hafi verið alt að 80 krónum fyrir örkina. Þetta er æði há borgun í sjálfu sjer, og óhætt að segja, að hún sje alt of há, þegar þess er gætt, að það eru starfsmenn stjórnarráðsins, sem vinna þessa vinnu í svo kallaðri eftirvinnu, og fá hvorki meira nje minna en þetta fyrir. Það virðist annars öðruvísi háttað vinnubrðgðum hjá stjórnarráðinu, en tíðkanlegt er hjá flestum öðrum vinnuveitendum. Þar er það tíðkanlegast, að þegar mikið er að gera, þá er lengur unnið, og það án aukaborgunar, en meiri hvíldir aftur, þegar lítið er að gera. En hjá stjórnarráðinu virðist fast ákveðinn, þessi stutti vinnutími, ekki nema 5 stundir á dag, en alt borgað, sem þar er unnið fram yfir.

Jeg er sammála h. 6. kgk. (G. Bj.) um það, að sumum væri sæmra, að sitja heima hjá sjer, og getur það átt jafnt við alla, og eins þá, sem hafa konunglega útnefnengu til starfa síns.