25.07.1913
Efri deild: 16. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

78. mál, veiðiskattur

Hákon Kristoffersson:

Jeg stend ekki upp til þess að mótmæla þessu frumv., en það eru ýmsar greinar þess, sem jeg fyrir mitt leyti get ekki verið með, eins og þær eru, t. d. 1., 7. og 8. grein, og vil þess vegna óska þess, að háttv. nefnd taki þær til íhugunar og breyti þeim; að öðrum kosti get jeg ekki verið með frumv.

Það eru nú þegar svo margir skattar lagðir á landsmenn, að jeg sje ekki, að þar við megi bæta, að minsta kosti verð jeg að hugsa mig vel um, áður en jeg fylgi því.

Jeg veit, að háttv. flutningsm. (G. B.) gengur gott til, og jeg tel málið það líka, og mæli með, að það verði sett í nefnd.