29.07.1913
Efri deild: 18. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í B-deild Alþingistíðinda. (1734)

128. mál, friðun fugla og eggja

Júlíns Havsteen:

Jeg ætla aðeins að geta þess, að jeg gleymdi í fyrri ræðu minni að minnast á niðurlag 4. gr. frv. sem við með 4. brtill. á þgskj. 178 viljum að falli niður. Vildi jeg þar spyrja hina hv. nefnd, hvort hún hafi athugað sambandið milli ákvæða þeirra, er hún vill innleiða og annara laga um sama efni, laga t. d. 13. april 1894 um fuglaveiðasamþyktir í Vestmannaeyjum. Mjer fyrir mitt leyti sýnist hætt við, að eins og frv. liggur nú fyrir, þá muni niðurlag 4. gr. verða til að valda ruglingi og glundroða.