08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Jón Jónatansson Jeg býst við, að það geti hvorki orðið til gamans fyrir deildina, eða að það hafi mikil áhrif á úrslit breytingartillögunnar á þingskj. 295, að fara að tala um hana langt mál; tillagan sjálf er stutt, og mjer ekki mál þetta neitt kappsmál.

En mjer þótti það rjett, að láta þessa breytingartillögu koma fram til þess, að háttv. þingm. gæfist kostur á, ef þeir kysu, að hafa lög þessi í samræmi við önnur heimildarlög, t. d. heimildarlög um mótak. er voru samþykt hjer í fyrra.

Það, sem vakir fyrir mjer, er, að mjer finst það vera ósanngjarnt, og ekki ástæða til, að útiloka konur eða ekkjur, sem hafa sjávarútveg, frá því að hafa atkvæðisrjettum samþykt, því sjálfu sjer ef hjer einungis um sveitarmál að ræða, og ekki um annað en það eitt, hvernig bezt sje að haga þessu eftirliti.

Jeg skal játa það, að það er rjett, er háttv. frsm. (Steingr. Jónss.) tók fram, að það megi misskilja orðið „og“, en meiningin í því er, að það skyldi þýða enda, en mjer er þetta annars ekki kappsmál, en virðist þó rjettast, að þeir einir greiði atkvæði um þessar samþyktir, sem málið varða; og þar sem því er haldið fram, að orðalag tillögunnar sje ekki nógu ljóst, og jeg þykist vita, að allmargir geti þó fallizt á fyrri hluta tillögunnar, um að miða kosningarrjettinn við kosningarrjett í sveitar málum, þá vil jeg biðja hæstv. forseta að skifta breytingartillögunni í tvent við atkvæðagreiðsluna þannig, að orðin „og fiski veiðar stunda“ sjeu borin upp sjerstaklega.

Jeg geri ráð fyrir, að hinir háttv. deildarmenn hafi gert sjer ljóst, hvernig þeir ætli að greiða atkvæði um tilöguna, svo jeg finn ekki ástæðu til þess að fjölyrða meira um málið.