09.08.1913
Efri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (1887)

93. mál, hallærisvarnir

Guðmundur Björnsson, framsögu maður:

Nefndin hefur leyft sjer að gera fáeinar brtill. við frv., mest í því skyni að gera það ljósara.

1. brtill. nefndarinnar, við aðra gr., var gerð grein fyrir við 2. umr. Þá var boðað, að að hún mundi verða gerð, því að nauðsynlegt væri að, tiltaka eindaga á hallærisgjaldinu.

2. breytingartill. er leiðrjetting á prentvillu.

Brtill. við 15 gr. eru ekki efnisbreytingar, heldur skýringar á, hvað við sje átt í greininni. Þetta geta hv. þingdm. sjeð, ef þeir bera breytingartillöguna saman við greinina.

Þá er brtill. við 16. gr. Fyrri brtill. er til ýtarlegri skýringar. Í 15 gr. segir, að gera skuli samþykt um hagnýting þeirrar sjereignar, er sýslan eða kaupstaðurinn á í hallærissjóðnum. Þessu er nú bætt inn, sem í brtill. stendur, eftir ósk sumra h. þingdm. Seinni brtill. geymir aftur, að efni til, ný ákvæði. Þar er kveðið svo á, ef illa árar í einhverju hjeraði, og haust brigðir reynast litlar, að þá megi það hjerað taka til sjereignar sinnar til að tryggja sjer vöruforða.

Jeg vona, að meira þurfi ekki að ræða um þessar tillögur. Þær eru ljósar og ofboð eintalt mál.

Nefndin vonar, að frv. fái að fara til neðri deildar, svo að henni gefist kostur á að athuga það.