21.08.1913
Efri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (2013)

109. mál, forðagæsla

Sigurður Eggerz:

Brtil. mín á þgskj. 500 miðar að því, að gera aðferðina við samning reglugerða fyrir forðagæzlumenn einfaldari. Í frv. gætir alt of mikillar skriffinsku, og hygg jeg, að nægilegt sje, að sýslunefndirnar og stjórnarráðið fjalli um reglugerðirnar, eins og brtill. mín fer fram á. Jeg vil líka leyfa mjer að benda hv. deild á, að allar líkur eru til, að vinna hallærisvarnastjórans verði svo mikil, að menn ættu að gæta þess, að ofbjóða ekki kröftum hans. Hann verður sjálfsagt svo störfum hlaðinn, að ósvinna væri að launa hann ekki eins og skrifstofustjórana í stjórnarráðinu og láta hann hafa eftirlaun. Jeg hef því viljað lagfæra frv. að þessu leyti. — Jeg er auðvitað samdóma hv. flutnm. þessa frv. um það, að nauðsyn beri til þess, að setja gætilega á. En jeg hef enga trú á, að það bæti neitt úr skák, þó að löggjafarvaldið sje með nefið niðri í hverri kirnu. Og jeg vil alvarlega taka í sama streng, sem hv. þm. Skagf., að alt það horhljóð, sem hjer hefur verið í deildinni, er alveg óþolandi. Jeg get að minsta kosti fullyrt það, að þar sem jeg þekki til, kemur það ekki fyrir, að fje sje felt úr hor. — Annars er jeg hlyntur því frv., sem liggur fyrir, því að jeg álít, að það geti komið að góðu haldi, en jeg er hálf hræddur við, að svo geti líka farið, því miður, að frv. þetta, ef samþykt verður, reynist víða aðeins dauður bókstafur,