22.08.1913
Efri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í B-deild Alþingistíðinda. (2026)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Einar Jónsson:

Mjer finst það vera rjett, sem jeg vakti máls á, um orðalag 3. greinar, að það sje ekki heppilegt, heldur ætti það að vera þannig, að í staðinn fyrir „áður hefur verið samþykt, samkvæmt 1. gr.“, kæmi: „sem samið hefur verið samkvæmt 1. gr.“, eða eitthvað líkt því.

Jeg hugsa mjer, að 1. grein sje aðallegainngangur; en í 2. grein er talað um það, hvenær samþyktir skal gera, og í síðari greinum, hvernig þær eigi að samþykkja. Því finst mjer rjettara, að orða þetta atriði öðruvísi í 3. grein. Ákvæðið er óljóst, eins og það er orðað í greininni.

Jeg býst við því, að þessar samþyktir,. verði ekki bornar undir kjósendur, nema óskir um það komi fram, og að sýslunefndirnar fari ekki að gera þessar samþyktir, nema því aðeins, að þær viti, að það sje vilji manna á svæðinu. Jeg skil varla, að þær fari að taka þessi ákvæði upp hjá sjer sjálfum, án þess að vita til þess, að. það sé almennings vilji, en geri þær aðeins eftir framkominni ósk frá hjeraðsbúum. Eftir frumv. er reyndar talið tvent til, sem orsök geti verið til samþyktar, annaðhvort það, að sýslunefndum, eða bæjarstjórn þyki þörf á henni, eða aðrir óski þess, að hún komist á, og hið síðara býzt jeg við að verði tilefnið. En hvort sem er, þá ætti að kveða svo á í frv., að nefndunum sje skylt, að semja frv. til samþyktarinnar, til að leggja fyrir þann fund, er hún boðar, og er því rjettara, að orða 2. grein svo, að sýslunefndirnar skuli semja frumvarp til samþyktarinnar, og leggja fyrir fundinn. Jeg býst við, að þetta orðalag 3. greinar hafi komizt hjer inn í ógáti eftir öðrum samþyktarlögum, en einhverju verið breytt á undan, en vænti þess, að háttv. nefnd lagi þetta til 3. umræðu.