01.09.1913
Efri deild: 43. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (2107)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Júlíus Havsteen:

Jeg vil taka í sama streng sem háttvirtur þm. VesturSkaftafellssýslu (S. E.). Úr því að meiri hluti borgaranna og meiri hluti bæjarstjórnar og ennfremur meiri hluti háttv.

Nd. hafa tjáð sig fylgjandi málinu, hvers vegna eiga menn þá að vera að veita því mótspyrnu hjer í deildinni? Mjer er sagt, að í bæjarstjórninni hafi einir tveir fulltrúar verið mótfallnir þessu nýmæli. Og hvaða hætta er hjer á ferðum ? Það hefur verið minzt á, að flokksæsingar mundu eiga sjer stað við borgarstjórakosningarnar. En slíkar æsingar hafa aldrei átt sjer stað við prestskosningar, og ætla jeg að hið sama mundi eiga sjer stað við borgarstjórakosningar. Jeg sje því ekki ástæðu til þess, að óttast neina hættu, þótt þetta frv. verði samþykt.