06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (2185)

21. mál, íslenskur sérfáni

Júlíus Havsteen:

Jeg verð ekki langorður. Ætlaði einungis að gera grein fyrir atkvæði mínu. Háttv. þm, Strand. (G, G.) hefur tekið af mjer ómakið, því jeg er honum fyllilega samdóma, og mun jeg enga brtill. koma með að sinni, en get ekki greitt atkvæði með málinu, eins og það er undirbúið.