06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (2202)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Steingrímur Jónsson:

Jeg svara h. 5. kgk. (B. Þ.) því, að jeg tek það ekki aftur, að það sje óhæfa, að drótta því að Iögreglustjórum landsins, að í skugga ljelegra lögreglustjóra muni vín verða flutt inn í landið á næstu 16 mánuðum. Þetta má hann ekki segja, nema hann geti stutt það við full rök. Lögreglustjórarnir hafa á sjer mannhelgi eigi síður en aðrir, og það er ósæmilegt, að gera þá að skotspæni órökstuddra ókvæðisorða.

Það getur verið, að bannlögin hafi minna spillandi áhrif annarstaðar, en svona er það þar, sem jeg er kunnugastur, og er bindindishreyfingin þar nærri dauð. Þetta sagði jeg og stend við það, og sömuleiðis, að löghlýðni hafi minkað.