09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1087 í B-deild Alþingistíðinda. (2324)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Guðjón Guðlaugsson:

Með 7 öndunum átti jeg við það, að svo gæti farið, að þessir 7 andar sæktu kjörfund, en konan yrði að sitja heima, því að ekki geta allir farið að heiman.

H. þm. V.-Skf var ósammála mjer um nýmælið um breytingur á sambandinu milli Íslands og Danmerkur. Það er heimskulegt að ætla sjer að telja manni trú um, að 80 þús. hafi eins vel vit á því máli og 40 menn kosnir af 80 þús., og h. þm. hefur gert litið úr sjálfum sjer með því að láta slíkt út úr sjer. Það hefði verið eðlilegt, að farið hefði verið hjer eins að og við breytingar á stjórnarskránni, þing rofið og efnt til nýrra kosninga. Þannig hefði átt að undirbúa málið og Ieita vilja þeirra. Þeir gátu sýnt vilja sinn og dæmt um málið með kosningu nýrra fulltrúa. Jeg sje ekki annað, en að með þessu sje þingræðinu breytt í skrílræði.