10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

115. mál, Reykjavíkurdómkirkja

Sigurður Stefánsson:

Dómkirkjan mun upphaflega hafa verið bændakirkja, en eins og kunnugt er, hafa sóknarnefndirnar ekkert með fjárhag bændakirkna að gera, og er það því í algerðu lagaleysi, að sóknarnefndin hefur verið látin valsa með fje kirkjunnar, eins og hjer hefur átt sjer stað. En hjer hefur altaf verið viðkvæðið, ef kirkjuna vantaði eitthvað, að landssjóður borgaði það, þar eð hún væri landssjóðs eign. Eg jeg verð að slá því föstu, að sóknarnefndin hefur engan lagalegan rjett haft til umráða yfir kirkjufjenu.