12.09.1913
Efri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í B-deild Alþingistíðinda. (2421)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Guðmundur Björnsson:

Hv. þm. V. Sk. talaði eins og hann vissi það ekki, að það eru heimskingjarnir, sem jafnan eru „stífastir upp á rjettinn“, en þeirra vitið meira, sem vægja kunna. Eu jeg vil, að menn viti, að það er eigi fjarstæða, að breyta Iögum fyrir kurteisis sakir. Stærri þjóðir en við gera það oft, til að halda vináttu sinni við aðrar þjóðir. Og vil jeg benda á eitt atriði, sem enginn virðist hafa tekið eftir, sem sje, að þessir sendiræðismenn eru hjer eins og annarstaðar undanþegnir öllum tollum og sköttum, en í íslenskum lögum er alls engin heimild fyrir slikri undanþágu, og mætti draga hæstv. ráðherra fyrir landsdóm af þeim sökum. En hver er ástæðan fyrir þessu? Hún er sú, að þetta tíðkast um allan heim, með öllum siðuðum þjóðum, og við mundum taldir rustar og ruddaþjóð, ef við værum svo smásmuglegir að bregða út af þessari alheimsvenju.

Þetta er mergurinn málsins. Og undanþágan frá baunlögunnm er hreint og beint smáræði á við hinar undanþágurnar, sem jeg nefndi, og allir telja sjálfsagðar.

En svo er annað. Sumir halda, að þessi undanþága geti verið hættuleg fyrir tilætlaða nytsemi bannlaganna. En ef þeir vissu, þeir góðu menn, hvað í bannlögunum stendur af líku tagi, hefðu lesið þau lög og skilið, þá mundu þeir eflaust hafa lægra um sig. Nei ! Það er önnur undanþága í þeim lögum, sem er miklu hættulegri en þessi, og hún er sú, að hver skottulæknir, hvaða dóni sem hann er, hvort heldur með eina eða tvær eða þrjár klaufir í burunni, hefur heimild til að kaupa óblandað, ómengað áfengi frá útlöndum í því skyni að hafa það í lyf sín.

Versti sótrafturinn í víkinni — hvar sem víkin nú er — getur keypt smáskamta lyf í lyfjabúðinni og farið að lækna, og kallað sig smáskamtalækni, og síðan tekið til að fá sjer ómengað áfengi frá útlöndum, og boðið kunningjunum heim til sín og gefið þeim að súpa á því — sjer til heilsubótar, þau boð má óttast — konsúlaveizlurnar er óþarfi að óttast.

Fyrir þing 1911 samdi jeg frumvarp til laga um lækningaleyfi. Þar átti að girða fyrir skottulæknafarganið. En frumvarpið var skemt fyrir mjer, varð þó að lögum, en smáskamtalæknunum gefinn laus taumurinn, svo Iaus, að bannlögunum stendur langmest hætta af þeim, og eigum vjer þar alt undir árvekni landlæknis.

Mönnum ætti að skiljast, að það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir okkur, að móðga frönsku þjóðina, þó að ekki kvæði svo ramt að því, að hún beri vopn á okkur fyrir bragðið. Vopnin eru ekki eina kúgunarvaldið nú á dögum. Hættulegast er auðvaldið. Með því má kúga hverja smáþjóð. Það er hægur leikur fyrir stórþjóðirnar og hægastur fyrir Frakka, auðugustu þjóðina.