14.07.1913
Sameinað þing: 2. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (2461)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Ráðherra:

Mjer sýnist það liggja eins nærri, að spyrja mig um það, um hvaða mál jeg ætli að tala hjer, eins og hæstv. forseta.

Skýrsla sú, er jeg ætla að flytja hjer, er um nokkur mál, er jeg vil skýra þinginu í heild sinni frá, þar á meðal um lotterímálið. Jeg skýrði frá því í þingbyrjun, þegar jeg gaf skýrslu um fjárhag landsins, þá er fjárlagafrv. var fram lagt í N. d., að jeg mundi gefa skýrslu um það mál í sameinuðu þingi. Þetta vissi sá maður vel, er síðan gerðist flutningsmaður fyrirspurnarinnar um málið í háttv. neðri deild, og var því hreinn óþarfi að gera sjer það ómak. Það hefur aldrei verið ætlun mín, að nokkur ályktun yrði gerð hjer um þetta mál eða út af því, en ef menn óska að gera ályktun um það, þá eru nógir vegir til þess að koma málinu inn í háttv. neðri deild, jafnvel þó skýrsla þessi sje gefin hjer í dag.