21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í C-deild Alþingistíðinda. (250)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg er einn af þeim sem styðja, að málið sé tekið út af dagskrá, ekki að eins af þeim ástæðum, sem fram hafa verið færðar, heldur og af annari ástæðu, sem ekki hefir komið fram.

Í frumv. stendur:

“Þegar sýslunefnd þykir þörf á, eða fær óskir um það frá einni sveitarstjórn eða fleirum innan sýslu, að gera samþyktir fyrir sýsluna eða nokkurn hluta hennar, skal hún með nægum fyrirvara kveðja til fundar á svæði, sem ætlast er til að samþyktin nái yfir. Eiga atkvæðisrétt á þeim fundi allir, er á því svæði búa og kosningarrétt hafa til Alþingis„.

Eg skil ekki, hvaða ástæða er til að atkvæðisrétturinn sé bundinn við kosningarrétt til Alþingis, fremur en við kosningarrétt í sveitamálum.

Gæti vel staðið svo á, að maður, sem ætti fulla heimtingu á að hafa atkvæðisrétt til fiskimála, væri, ekki búinn að vera nægilega lengi á staðnum til að öðlast kosningarrétt til Alþingis, og væri honum þá með þessu frumv. meinaður atkvæðisrétturinn.

Annars vildi eg vekja athygli manna á því, hvort takmörkin fyrir atkvæðisréttinum Væru á hinn bóginn ekki of við, þar sem landbændum er veittur atkvæðisréttur um þessi mál, sem ekki snerta þá ið minsta. Gæti farið svo, að samþykt yrði feld með litlum atkvæðamun þeirra manna, sem engan sjávarútveg stunda.

Finst mér, að útgerðarmenn einir eigi að hafa atkvæði um þau mál, sem koma þeim einum við.