11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2436 í C-deild Alþingistíðinda. (2646)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Skúli Thoroddson:

Það er ræða háttv. framsögum. (P. J.), sem gerir það að verkum, að eg er neyddur til að standa upp, sem og að vísu eigi síður in mjög svo einkennilega aðferð meiri hluta háttv. fjárlaganefndar gagnvart mér, — aðferð, sem að líkindum má teljast einsdæmi í þingsögunni.

Að því er snertir skoðun hv. deilda á nauðsyninni á því, að halda áfram brimbrjótinum í Bolungarvík, þá er hún svo föst, eða eindregin í báðum deildum, að fjárveitingin var samþ. í neðri deild með 19 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, en með 8 atkv. í efri deild.

Atkvæðagreiðslur þessar lutu þá og að sjálfaögðu eigi að eins að fjárupphæðinni, sem samþykt hefir verið, heldur og engu síður að skilyrðunum, sem fjárveitingin var bundin.

En meiri hluti fjárlaganefndarinnar hefir þó engu að síður gerst svo djarfur, að koma fram með brt., og ætlar háttv. þingdeildarmönnum, að ganga þvert ofan í fyrri atkvæði sín við aðra umræðu um málið hér í deildinni.

Mér finst ekki hægt, að fara öllu lengra í tilraununum til þess að sýna háttv. neðri deild — og þá og efri deild lítilsvirðingu, en hér hefir gert verið.

Auk þess er það og mjög hart aðgöngu fyrir mig, Sem samnefndarmann meiri hlutans í fjárlaganefndinni, að verða að sæta því, að meiri hl. skuli hafa tekið svona í strenginn, þar sem Samvinna í nefnd getur þó því að eins gengið greiðlega, að nefndarmenn líti sanngjarnlega á kröfur og málavöxtu hverir gagnvart öðrum.

Af þessum ástaeðum hefi eg þá og að sjálfsögðu verið tilneyddur, að gera ágeiningsatriði og semja ágreinings nefndarálit eins og þingskjal 849 ber með sér.

Háttv. framsögum. tók það fram, að hér væri um »fastar reglur» að ræða, — reglur. sem þingið hefði sett sór, og venjan hefði helgað svo að ekki mætti frá víkja.

Háttv. framsögumaður á hér við það, að sú hafi verið venjan, er um landssjóðsstyrk til bryggjugerða í kauptúnum hefir verið að ræða, að leggja þá fram eigi meira úr landssjóði en 1/3 kostnaðarins gegn 2/3 annarsstaðar frá.

En eins og eg hefi bent á í nefndaráliti mínu, má ekki blanda »brimbrjótinum« í Bolungarvík saman við bryggjur í einstökum kauptúnum, svo sem á Blönduósi, Húsavík o. fl.

Hér er ekki um það að ræða, að byggja bryggjur til þess að hjálpa kaupmönnum og öðrum til að ljá vörum sínum sem greiðlegast og kostnaðarminst í land. Hér er um alt annað að ræða.

Það er að ræða um lífsnauðsyn allra þeirra sem stunda sjóinn í Bolungarvik, einni stærstu og fiskisælustu verstöð landsins.

Eins og eg hefi áður, hvað eftir annað, bent á, þá er mjög brimasamt í Bolungarvík á haustum og vetrum, af því að víkin er opin, einkum fyrir norðan og norðaustan veðrum. Brýtur þá svo á vikinni, að þrásinnis er ekki unt að lenda þar nema með lífsháska, og hafa því oft orðið þar slys í brimum, ofviðri og myrkri; en stundum hafa menn orðið að hleypa frá víkinni og út í tvísýnu til að leita lendingar annarstaðar, sbr. fyrri ræður mínar um málið.

Ef »brimbrjóturinn« væri fullger orð inn, þá mætti hina vegar miklu oftar leita sér lendingar í Bolungarvík, því að þá yrði þar þó töluvert hlé, eins og menn gætu þá og miklu oftar komist á sjóinn en nú á sér stað, eins og eg hefi sýnt fram á í nefndarálitinu.

Bygging »brimbrjótsins« má því og skoða sem öflun aukinna tekna fyrir landssjóðinn, því að þegar »brimbrjóturinn« er kominn upp, verða róðrardagar mun fleiri en nú er og meiri afli berst þar þá og á land en áður, sbr. nefndarálit mitt.

Að öðru leyti skal eg að því er snertir inar »föstu reglur«, sem háttv. framsögumaður talaði um — láta þess getið, að þær geta nú, er til framkvæmdanna kemur, verið svona og svona.

Það, að binda sig æ við það, að láta landssjóðinn aldrei leggja fram meira en þriðjung kostnaðarins — ætlandi þá héraðinu, eða öðrum, að leggja hitt fram — getur leitt til megnasta ranglætis.

Og þó að þingið — mest fyrir atfylgi háttv. framsögumanna — hafi fylgt þessu »principi«, er þm. svo nefnir, að því er stöku bryggjugerðir o. fl. snertir, þá getur þingið ekki og má ekki setja sér slíkar fastar reglur, sem alófrávíkjanlegar. Það væri alt annað en fallegt.

Þörfin getur verið mjög misjöfn, en því ríkari sem hún er — að því skapi verður og hjálparakyldan æ ríkari.

Þá er og hagur þeirra sem njóta eiga góðs af fyrirtækjunum einatt mjög mismundi, eða getur þó verið það. — Og að því skapi sem hann er verri, þeim mun ríkari verður þá og hjálparskyldan við þá.

Sama er þá og um þá, er öðrum fremur eru afskektari, eða þá að einhverju öðru leyti ver settir.

Eg bendi á þetta til að sýna, að oss er æ, í hverju einstöku tilfelli skylt að láta á atvikin og ástæðurnar, þ. e. skylt að líta þá bæði á það hvar þörfin er brýnust, og þá og á það, hvar ástæðunum er að öðru leyti svo háttað, að skyldan verður oss, þeirra vegna, brýnni og enda margfalt, ef eigi alósamberanlega, brýnni en ella.

Af þessu leiðir það — sem hver maður veit vel — að oss er það eigi heimilt, að binda oss um of við slíkar »fastar reglur« (eða »princip«), sem hér ræðir um.

Að því er nú til Bolvíkinga kemur, er mál þetta snertir beinast — þó að það sé og að sjálfsögðu mesta áhugamál alls almenninga við Ísafjarðardjúp, og megi og, vegna aðsóknarinnar þangað til sjóróðra, teljast mál ýmsra annara héraða — þá verður yfirleitt eigi sagt, að þar sé um efnað hérað að ræða — er borið verði t. d. saman við efnaðri landsveitirnar —, en þar eru dugnaðarmenn —, menn, sem sýnt hafa mjög lofsverðan áhuga, og viljað mikið á sig leggja til að koma máli þessu fram, og má í því skyni minna á það enn að nýju, að þeir hafa t.d. hækkað lendingarsjóðagjaldið um helming, eða upp í 2 kr. af hverjum bátahlut, í stað þessa er gjaldið var áður að eina 1 kr. af hlut.

Annars tel eg mér óþarft, að rifja það upp aftur, sem eg hefi áður sagt um þetta mál, bæði í nefnaráliti og við 2. umræðu fjárlaganna hér í deildinni, og það því síður sem málið var mjög ítarlega skýrt í efri deild af háttv. þingmanni Ísafjarðarkaupataðar (Sig. St.), sem talaði vel og drengilega fyrir þessu nauðaynjamáli þar.

Að öðru leyti skal eg geta þess, að ekki eiga allir fjárlaganefndarmennirnir óskilið mál, að því er snertir þessa dæmafáu framkomu nefndarinnar í minn garð og kjóaenda minna, þar sem það marðist að eina fram í nefndinni með 4 atkv. gegn 3, að hefja nú enn þetta nýja áhlaup gegn fjárveitingunni til »brimbrjótsins«, — marðist þar fram að eina fyrir kapp framaögumannsins.

En þetta hefir gert það að verkum, að eg hefi ekki getað samlagað skoðanir mínar skoðunum nefndarinnar eina vel að sumu öðru leyti, eins og annara myndi kosið hafa og mun það sýna sig við atkvæðagreiðsluna, sbr. þá og ágreininganefndarálit mitt.

Í sambandi hér við hér við, skal eg þá og láta þess getið, að eigi ættu menn að vænta þess, né heldur væri það heppilegt, að fjárlaganefndin stæði æ sem einn maður, að því er hverja fjárveitingu — eður og synjun fjárveitingar snertir, enda eigi ábyrgðarlaust einum eða neinum að fylgja því fram, er hann eigi telur rétt vera.

Vér vitum það allir, og finnum, að hvorki eigum vér að leiðast út í, né heldur láta neyðast til að gera það, er vér eigi teljum rétt vera, — hvað þá, að vér eigum að leitast við að leiða eða neyða aðra til að gera það.

Þvert á móti finnum vér æ og vitum, að vér eigum að vilja, að hver einstakur þingmaður hagi sér einatt sem sjálfstæður maður, þ. e. sem sá er æ veit það sitt, en eigi annara, hvaða skoðun hann — að aflaðri þekkingu og að málinu vandlega íhuguðu — telur sér réttast að framfylgja.

Það, að vera í flokki, þar sem meiri hlutinn æ hindur minni hlutann, þ. e. ætlast til, að hann fylgi fram því er ofan á varð við atkvæðagreiðslur í flokkunum, því æ ið varhugaverða, — og þá og saldnast hið hættulausa, sé það nokkuru sinni.

Eg þykist svo ekki þurfa að mæla frekara á móti þessari tillögu meiri hl. nefndarinnar, enda tel eg víst, að hér finnist ekki einn maður meðal háttv. deildarmanna, sem skift hafi um skoðun, eða greiði nú öðruvís atkvæði en áður, enda væri það þá og mjög illa farið, jafnmikið nauðsynjamál sem hér ræðir um.

Væri þá og vissulega mjög illa farið, ef eigi væri borgið því máli, er 27 þingmenn, þ. e. 19 í neðri deild og 8 í efri deild, hafa þegar tjáð sig fylgjandi.

En hafi nefnd 27 atkvæði — sem eg eigi hefi ástæðu til að efa — verið bygð á rækilegri íhugun, að fenginni þeirri þekkingu á málinu, sem fram er komin í umræðunum o. fl., þá er sízt við neinu slíku hringli eða staðfestuleysi að búast, sem meiri hluti fjárlaganefndarinnar, virðist þó hafa bygt á.

Þá skal eg víkja stuttlega að tveim breytingartillögum, sem eg er við riðinn.

Önnur þeirra er um það, að hækka styrkinn til Helga jarðfræðings Pjeturss upp í 1500 kr., þar sem efri deild lækkaði hann ofan í 1200 kr. á ári.

Dr. Helgi Pjeturss er, eina og alkunnugt er, mjög mikilhæfur fræðimaður, en hefir að undanförnu verið veikur eða þá eigi alls kostar hraustur og má þingið því að mínu áliti ómögulega fara lengra í lækkun styrksins, en að lækka hann um 500 krónur, þ. e. færa hann niður í 1500 kr. á ári, úr þeim 2000 kr., er hann nú nýtur árlega.

Háttv. 1. þingm. G.K. (B. Kr.) hefir komið með breytingartillögu, sem fer fram á, að árlegi styrkurinn sé 1800 kr. Eg er því persónulega ekki mótfallinn, að að brtill. verði samþykt, en get þess, að tillaga mín er gerð í samráði við fjárlaganefndina, sem eg því býst við að fylgi henni — eins og bent var á í ræðu háttv. framsögumanns.

Þá er önnur brtill., sem eg er við riðinn, og fer hún í þá átt, að hreppsnefndinni í Hólshrepp verði veittar 300 kr. á ári, til þess að styrkja þá af hreppsbúum, er þurfa að leita sér læknishjálpar, sbr. nánar tillöguna sjálfa.

Eins og háttv. þingdeildarmönnum er kunnugt, hafði eg snemma á þessu þingi komið fram með frumvarp þess efnis, að Bolungarvíkurverzlunarstaður (ásamt Hólshreppi) yrði gert að sérstöku læknishéraði, og sýndi eg þá, þ. e. við fyrstu umræðu málsins, mjög rækilega fram á það, hve brýna nauðsyn hér væri um að ræða.

Á hinn bóginn hefir nefndin, er skipuð var hér í deildinni til að íhuga nefnt frumvarp — sem og önnur frumvörp, er að fjölgun lækna lutu — enn ekki lokið störfum sínum, svo að loku er nú þegar fyrir það skotið, að málið nái fram að ganga á þessu þingi.

Óefað vakir það fyrir nefndinni, að eigi sé rétt að fjölgað sé læknahéruðum á þessu þingi. — Á hinn bóginn sýndi eg, er frumvarpið var rætt hér í deildinni, ljóslega fram á. þörfina og örðugleikana, sem kjósendur mínir og fleiri, er hér eiga hlut að máli, eiga við að stríða, og tel eg því víst, að þessi úrslit í nefndinni verði þá eigi nefndarmönnum að eins, heldur og öllum háttvirtum deildarmönnum afar-rík hvöt til þess að fylgja þó þeirri tillögu minni, er hér um ræðir, enda. þá vel sloppið hjá landssjóði að veita þessar 300 kr. á ári, í stað þess að gera héraðið að sérstöku læknishéraði.

En hreppabúum væri þetta mjög góður stuðningur, eða þá betri en ekki í bráðina. Ferð á mótorbáti inn á Ísafjörð kostar 20 til 30 krónur eða þar um eða yfir, og gæti hreppsnefndin létt þeim ögn kostnaðinn, er læknis þurfa að vitja.

Auðvitað yrði vöntunin á lækni söm eftir sem áður, því að þurfi læknis að Vitja inn á Ísafjörð, getur það oft komið fyrir, að læknar þar eigi ekki heimangengt vegna sjúkrahússins þar o.fl. eins og líka veður getur bagað, og má því eigi annars vænta — þótt fé þetta fáist — en að kröfunni um læknishérað í Bolungarvíkurverzlunarstað (með Hólshreppi) verði því engu að síður fylgt fram eftirleiðis.

Annars skal eg benda á, að öræfingar hafa í mörg ár fengið sams konar styrk, eins og hér um ræðir, og að hv neðri deild samþykti nýskeð svipaða fjárveitingu til Árneshrepps, og vænti eg því tillögu minni eigi síður góðra undirtekta. — Mönnum er með henni veitt dálítil úrlausn; þeir verða ánægðir, ef þingið Skellir ekki algerlega skolleyrunum við óskum þeirra.

Þá skal eg enn fremur geta þess, að eg er fjárlaganefndinni eigi samþykkur að því er Hvítárbátinn snertir, það er um hækkun styrksins úr 600 kr. upp í 800 kr. Eg get ekki litið öðruvís á, en að hér sé verið að deila um smámuni. Mennirnir fá hagkvæmari ferðir, ef tillagan um 800 kr. verður samþykt, og finst mér því ekki geta komið til nokkurra mála, að synjað sé um þessa 200 króna viðbót — ekki meira en það munar landssjóðinn.

Að því er að lokum styrkinn til eimskipafélagsins snertir, þá er eg alveg samdóma þeim mönnum, sem ekki vilja binda styrkveitinguna því skilyrði, að félagið taki að sér strandferðirnar. Það væri mjög illa farið, ef þingið samþykti eitthvað það sem gert gæti það að verkum, að félagið yrði ekki stofnað. Eg vil því eindregið mæla með því, að frumvarpið verði í þessu efni fært aftur í sama horfið sem það var í, er það fór héðan til efri deildar.

Að því er snertir fjárveitinguna (18 þúsund kr.) til þess að rannsaka járnbrautarstæðið, þá skal eg taka það fram, að þar sem rannsókn er nýlega um garð gengin, þá hygg eg, að jafnmikils fjár sé ekki þörf. Háttv. 2. þingmaður Húnvetninga hefir komið fram með brtill. við þennan lið og vill færa fjárveitinguna niður í 4000 krónur, og hygg eg það miklu réttara og mun því greiða þeirri tillögu atkvæði mitt.