13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2515 í C-deild Alþingistíðinda. (2673)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Jón Ólafsson:

Herra forseti.: Það er látið í veðri vaka, að milliþinganefndin eigi að ráða fram úr því, hvernig varna eigi slysförum. Eg held, að ekki yrði mikið úr því. Það er auðvitað, að það væri gott að hafa skýrslur um þetta efni; en eg held, að nefndinni mundi ekki ganga betur að safna þeim og finna ráð við slysförum, heldur en öðrum. Vér getum fengið nefndarlaust góðar tillögur um málið. Eg heyrði í Ed. um daginn háttv. 6. kgkj. bera fram góða tillögu til varnar slysförum; það var þegar að ritsímamálið var þar til umræðu. Tillaga hans var á þessa leið: að láta setja upp Símastöðvar báðum megin við hvern slæman fjallgarð á, landinu. Það ber oft við, að menn farast, eða eins og komist er að orði: »verða úti« á fjallvegum hér á landi. Ef nú stöð væri reist báðum megin við fjallgarðinn, þá gæti sú stöð, sem maðurinn færi frá, símað til stöðvarinnar hinum megin við fjallgarðinn og spurst fyrir um, hvort maðurinn hefði komið fram, ef menn væru hræddir um, að eitthvað hefði orðið að honum. Eg gæti hugsað mér, að með hentugra fyrirkomulagi á rannsókninni, væri hægt að finna, hverjar orsakir lægu til slysfaranna og ráðin, sem yrðu fundin til þess að varna slysförum, mundu þá verða fult eina heillavænleg eins og þótt milliþinganefnd ætti að finna þau.

Yfir höfuð er varhugavert að setja milliþinganefndir að óþörfu; það verður þá helzt tekjudúsa fyrir nefndarmenn.