23.07.1913
Neðri deild: 17. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í C-deild Alþingistíðinda. (284)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Pétur Jónsson:

Svarið, sem eg fékk frá háttv. 1. þm S.-Múl. (S.-Múl.), nægði ekki fyllilega. Getur verið af því, að eg hafi ekki spurt nógu ljóst. Eg meinti, að eg vildi fá vitneskju um, hvernig ætti að færa þessa upphæð úr landssjóði til reiknings. Á einhverja “kontó„ verður að færa féð, annaðhvort á “kontó„ varasjóðs eða á kostnaðarreikning Landsbankans, ellegar þá í þriðja lagi fá reikning landssjóða, sem innstæðufé. Ef svo er, með hvaða kjörum á sú innstæða landssjóðs að vera í bankanum? Á hún að vera vaxtalaust lán P (Jón Ólafsson: Tillag, auðvitað).