25.07.1913
Neðri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 397 í C-deild Alþingistíðinda. (326)

73. mál, skoðun á síld

Flutn.m. (Magnús Kristjánsson):

Eg sé ekki ástæðu til að tala mikið um þetta mál að þessu sinni, vegna þess að eg býst við að mönnum komi saman um, þótt það væri felt frá nefnd við 1. umr., að rétt sé að vísa því til nefndar, þeirrar sem kosin var í gær til að athuga ýmis málefni, sem snerta sjávarútveginn. Eg leyfi mér því að stinga upp á, að frumvarpinu verði vísað til sjávarútvegsnefndar og þessari 2. umr. verði frestað.