29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í C-deild Alþingistíðinda. (374)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Framsögum. (Björn Kristjáns son):

Háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) og háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) hafa beint þeirri spurningu til mín, hvernig stæði á því, að kostnaðurinn við rekstur bankans hefði hækkað úr 36 þús. kr. upp í 60 þús. kr. síðan árið 1909.

Fyrst ætla eg að upplýsa það, að þegar Við komum að bankanum, var kostnaðurinn ekki 36 þús. kr. heldur 49.996 kr., eða sem næst 50 þús. kr. Sbr. Stjórnartíðindin 1910, bls. 155. Þar við bættust að sjálfsögðu laun eins bankastjóra, 6 þús. kr., og eftirlaun frá farna bankastjórans, 4 þús. kr. Það eru 10 þús. kr. Og þá geta menn skilið, hvernig atendur á því, að rekstrar. kostnaðurinn er nú 60 þús. kr., og séð um leið, að í raun og veru hefir hann ekkert hækkað síðan 1909. En til þess hefði þó verið fylsta ástæða, því að á þessum tíma hefir verið tekið 2 milíóna kr. lán til þess að ávaxta, sparisjóðsfé aukist, störf við innheimtu á útlendum víxlum orðið meiri og þriðju veðdeildinni verði bætt við. Það væri því aldrei nema eðlilegt, að rekstrarkostnaðurinn væri langtum hærri en 60 þús. kr. Það er sízt ástæða til að kvarta um óstjórn og eyðslu í bankanum, því að svo sparlega er á öllu haldið sem framast má verða. Vinnutíminn er 8 tímar á dag, og ekki fleira fólk, en það sem bráðnauðsynlegt er.