01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í C-deild Alþingistíðinda. (473)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Magnús kristjánsson:

Eg þarf ekki að eyða orðum að því, hvort þörf er á, að breyta skipulagsskrá sjóðsins eða ekki. Mér finst það liggja svo í augum uppi, að það verður að gera, ef gjöfin á að ná tilgangi sínum. Eg vildi að eins taka það fram, að mig furðar stórlega á því að háttv. flutnm. (St. St.) skuli hafa orðað frumvarpið eins og hann hefir gert. Mig furðar og engu síður á því, að hann skuli ekki hafa gert mér vitanlegt, að hann hefði í hyggju að koma með þetta mál inn á þingið, þar sem mitt kjördæmi á hér hlut að máli, engu síður en hans. Þó að Akureyri sé nú fráskilin sýslunni, þá var hún partur af henni þegar gjafabréfið var samið, og ætti því að verða aðnjótandi styrks af sjóðnum, ef á þyrfti að halda. Eg mun koma fram með breytingartillögu við frumvarpið, sem fer í þessa átt. Eg tek þetta fram að eins til þess, að mönnum skuli ekki koma það á óvart, er frumvarpið kemur fram í breyttri mynd.