05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í C-deild Alþingistíðinda. (56)

14. mál, vitagjald

Ráðherrann (H. H.):

Það er sjálfsagt, að hv. þingm. getur fengið hverjar þær upplýsingar í þessu máli, er hann óskar.

En annars kemur þetta ekki frumv. Við, því að það sem brezka stjórnin fór fram á, var samningur um lækkun á vitagjaldinu alment, samkvæmt inni sérstöku heimild, sem ráðherra Íslands er veitt til slíka í vitagjaldslögunum, þannig að brezk skip borguðu miklu minna en áður. En því var svarað svo, að það gæti þá fyrst komið til mála, ef Bretar vildu verða Við margítrekuðum óskum Íslendinga um aðrar tilslakanir, viðvíklandi innflutningi fénaðar héðan. En það hefir ekki fengist til þessa.