05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í C-deild Alþingistíðinda. (560)

85. mál, lögreglusamþykkt og byggingarsamþykkt fyrir Vestmannaeyjasýslu

Lárus H. Bjarnason:

Þetta er misskilningur hjá þm. Vestm. (J. M.). Það skiftir engu máli, hvort sýslunefnd eða hreppsnefnd semur frumvarp til lögreglusamþyktar, enda gæti sýslunefndin vafalaust ráðið samþyktarfrumvarpinu, þó að hreppsnefndin byggi það til í orði kveðnu. Um byggingarsamþykt á sýslunefnd lögmælt atkvæði, svo að ekki þarf að minsta kosti sérstök lög til slíkrar samþyktar. Annara eru dæmi til þess, að kauptún hafi fengið lögreglusamþyktir án sérstakra laga, og man eg ekki betur en að dæmi þess séu til frá tíð háttv. þm. Vestm. (J. M.) sem skrifstofustjóra á 1. skrifstofu í stjórnarráðinu.