06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í C-deild Alþingistíðinda. (616)

57. mál, girðingar

Bjarni Jónsson:

Háttv. 1. þm. Skagf. (Ól. Br.) dró upp óttalega mynd af manni sem ræki sig á hlið. Hann sagði, að menn myndu ekki ætíð, hvar hlið væru á veginum, ef dimt væri, en sé þessu svona farið með kunnuga menn, er þá ekki augljóst, að ekki er ókunnugi maðurinn betur settur. Ekki veit ókunnugi maðurinn, hvar hliðin eru á vegi, sem hann hefir aldrei farið um. Og má eg spyrja, er nokkuð betra að reka sig á þau hlið, sem sett eru upp með leyfi stjórnarvalda, en á önnur hlið ?

Búfróðir menn segja mér, að leyfi til að setja hlið á vegi séu nær alt af veitt. Það yrði þá líklega einungis bannað á einhverjum krókavegum og vegna nábúakrits, en aldrei bannað á flutningabrautunum eða á öðrum fjölförnum vegum.

Hitt er annað mál, að þægilegra væri að hafa engar grindur á hliðum á neinum vegum, en þá þyrfti að breyta vegalögum, og landssjóður að láta girða fram með öllum vegum; en það býst eg við að sumum fyndist dýrt.

Þar sem háttv. þingm. talaði um, að ekki mætti samþykkja þessa till nema um leið stæði þar, að numin væri úr lögunum ákvæði vegalaganna þar um, þá er slíkt hótfyndni, því að ný lög fella þau gömlu úr gildi, ef þau rekast á, þótt ekkert sé um það sagt.

Það er ekki rétt, að hundstika megi ekki standa í stað sentimetra, og eg varð satt að segja hissa á því, þegar háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.) fór að senda mér aliharðorðar hnútur út af því sem stendur í breyt.till. minni. Hann sagði, að eg hefði ekki sett fram neitt kerfi um lengdarmálsheiti. Þetta er ekki satt. Eg setti það fyrst fram í »Sumargjöf« og siðan hefi eg skrifað um það í »Birkibeinum«, og var þm. Vorkunnarlaust að hafa lesið annaðhvort.

Einn háttv. þingm. er hér, sem þykist vera mjög vitur um mál, hefir hann gefið út orðabók o. fl. Ekki skal eg bera brigður á það, að hann sé vitur um mál, en víst er um það, að það sem hann sagði. um kerfi mitt, var rangt og hefir hann þá ekki skilið það sem hann var að tala um. Stikukerfi mitt er á þessa leið: Stikan er einingin, og hlutar þeir sem henni er skift í, heita:

tugstika,

hundatika,

þúsundstika.

En hlutar þeir sem stærri eru en stikan heita:

stikutugur,

stikuhundruð,

stikuþúsund.

Annars ætla eg mér ekki að fást Við »hundgjamm« þessa háttv. þm., nema ef menn skyldu gera honum það til ánægju að mæla í hundstikum lönguvitleysu hans þegar þingtíð. koma út.

Eg ætla ekki að fjölyrða um það sem hv. þm. mintist á, hvað Björn heit. Jónsson hefði leyft. Það var alt talað út í loftið, því að þau heiti hefi eg eigi aðhylst.

Einn háttv. þm. talaði um gáfnafar sitt. Hygg eg það vera í góðu lagi, en fátt er svo gott að ekki standi til bóta og því var þetta kveðið:

Gáfnafarið glæða mætti góðra vina, ef vafinn yrði myriametri mannvits þeim að heilaseti.

Aukast mundi þekking þá við þjóðar arin, þegar fæddist fræðin nýja ferkílósentimeteria.