07.07.1913
Neðri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í C-deild Alþingistíðinda. (63)

15. mál, laun íslenskra embættismanna

Ráðherrann (H. H.):

Eg skal ekki lengja umræðurnar með því að svara ræðum, þeim sem haldnar hafa verið, orði til orðs. Ræðu háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) skoða eg svo, að hún hafi verið haldin meira til gamans, heldur en til þess að mark ætti að taka á henni. (Benedikt Sveinsson: Svo hæstv. ráðherra hefir þótt gaman). Já, að vissu leyti er stundum gaman af þingmanninum.

Eg hygg, að allir andmælendur hafi haft það sameiginlegt að finna að því, að byrjað sé á þeim sem hæst launaðir séu. Þetta er með öllu ástæðulaust. Það er einmitt byrjað jafnframt á þeim sem eru allra lægst launaðir, kennurunum við mentaskólann. Á þá er aðaláherzlan lögð. Að aðrir eru taldir á undan þeim í frumvarpinu, kemur af því, að sömu röðinni er fylgt þar eins og í lögunum frá 1875. Háttv. ræðumenn hafa algerlega fundið það upp hjá sjálfum sér, að eg leggi meiri áherzlu á fyrstu greinarnar en þær síðustu. Sannleikurinn er sá, að breytingartillögurnar við laun inna æðri embætta eru að eins afleiðing af breytingunum á inum lægri embættalaunum, til þess að halda réttri tiltölu og hlutföllum.

Háttv. þingm. Sfjk. (V. G.) Var að reyna að slá sig til riddara á því, að ávíta stjórnina fyrir undirbúning þessa frv. Í orðum hans var ekki snefill af sanngirni. Undirbúningur þessa frv. er alveg eins góður og tíðkast hefir um stjórnarfrv. undanfarið, og meira að segja um fram Vonir eftir tíma og mannafla, sem stjórnin hefir haft yfir að ráða við lagasmíðið í þetta skifti. Hvað því viðvíkur, að stjórnin hefði þurft að safna og gefa út skýrslur um laun embættismanna í öðrum löndum, þá hygg eg að það hefði ekki verið álítið mjög sannfærandi, og illa er það samrýmanlegt við þá aðalmótbáru móti þessu frv., er fólgin er í því, að hér hagi alt öðruvís til en í öðrum löndum, svo eigi sé hægt að jafna því saman.

Eg fæ því ekki skilið, hvað á því hefði Verið að græða, þótt eg t. d. hefði upplýst, að byskupslaun og háyfirdómaralaun í Englandi geta farið upp í 10.000 pd. sterling eða 180 þúsund kr. á ári, og að venjuleg laun skrifstofuundirtyllu þar í landi eru á við háyfirdómaralaun hér eða miklu meiri. Það hefði ekki verið til annars en að eyða tíma og erfiði, að leggja mikið í slíkar skýrslur, sem hann saknar. Eg sé ekki, að hér þurfi aðrar skýrslur en þær, að verðmæti peninganna hefir gerbreyzt síðan launalögin Voru samin. Alt, sem nauðsynlegt er í þessu efni, er tekið fram í stjórnarástæðunum fyrir lagafrumvarpinu 1909 um háskólakennarana, sem þingið þá félst á og bygði lög sín á.

Ein af aðfinningum háttv. þm. Sfjk. (V. G.) Var sú, að stjórnin hefði ekki séð fyrir tekjuauka á móti þeim útútgjöldum, er þetta frumv. hefir í för með sér. Það er ekki satt. Stjórnin hefir lagt fram frumv. um tekjuskatt, og nemur sá tekjuauki miklu meiru en því sem þessu svarar. Auk þess nægur tími og nóg úrræði að sjá fyrir ekki stærri upphæð en hér er um að ræða, þegar það sést, hvernig þessu frumv. reiðir af.

Eg vil ekki lengja umræðurnar frekar. Þær mótbárur, sem fram hafa komið, eru ýmist þannig, að betur á Við að svara þeim við 2. umr.