07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 829 í C-deild Alþingistíðinda. (650)

61. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Framsögum. (Skúli Thoroddsen):

Þar sem þstta mál var rætt töluvert við 1. umr., þá álít eg óþarft að ræða það nú, og læt mér því nægja að skírskota til nefndarálitsins, og mæla ið bezta með því.

Nú hefir deildin og nýskeð samþykt þingsályktunurtill. um rannsókn vitastæðis á Straumnesi, og þegar viti er kominn þar, sem fráleitt verður langt að bíða, þá er það enn ein ástæðan til þess að hafa símastöð á Látrum fremur en á Stað í Aðalvík.

Auk þess sækir innlendi fiskiflotinn tíðum inn á Aðalvík, og hefir þá aðalstöð sína á Látralagi, eins og bent var á við 1. umræðu málsins, og óþarft er því að fjölyrða um að nýju.

Geta má þess og eins og að — eins og nefndarálitið ber með sér — nefndin ráðfærði sig við landssímastjórann og er hann málinu ókunnugur en telur réttast að ekkert sé hreyft við símalögunum frá 1912 fyr en hvað um sig hefir verið rannsakað. Þetta hefir nú nefndin, eftir atvikum,. getað fellt sig við, að eins að, símaleiðin að Látrum verði rannsökuð sem fyrst og verður þá vonandi innan skamms tækifæri til þess að kippa því í lag, sem í ógáti komst inn í símalögin í. fyrra, og fá símastöðina ákveðna að Látrum, enda landssjóði allur hagurinn að því að hafa hana þar, og það eigi síður fiskiveiðaflota vorum in brýnasta nauðsyn, eina og fyr var getið.

Eg skal svo ekki orðlengja frekar um þetta, en að eina mælast til þess, að rökstudda dagskráin, sem nefndin ber fram, sbr. nefndarálitið, fái sem beztan byr í deildinni.