12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 980 í C-deild Alþingistíðinda. (812)

106. mál, lánsdeild við Fiskveiðasjóð Íslands

Flutningsm. (Lárus H. Bjarnason):

Það má nú kannske segja, að eg með flutningi þessa máls sé að sletta mér fram í mál, sem öðrum væri nær að flytja, en mér. En eg, sem þingm. þess kjördæmis, sem mestan hefir sjávarútveg hér á landi, leyfi mér þó að vekja máls á þessu þýðingarmikla máli.

Með lögum nr. 29, frá 16. Nóv. 1907, er ákveðið að stofna skuli lánsdeild við Fiskiveiðasjóð Íslands, og í 16. gr. þeirra sömu laga er þeirri skipun beint til stjórnarinnar að hún, eigi síðar en 1913, skuli leggja fyrir Alþingi frumv. til laga viðvíkjandi framhaldi á útlánastarfi þessa sjóðs, ásamt. skýrslu um reynslu, þá er þá er fengin um það.

Til þessa hefir ekkert orðið úr stofnun þessa sjóðs, og eg hefi heyrt í morgun frá skilorðum stað, að engin tilraun hafi verið gerð í þá átt. Ástæðan hafi verið sú, að bankavaxtabréf Landsbankans hafi verið í svo lágu verði á markaðinum, að stjórnin hafi ekki álitið það vera til neins að fara að stofna til nýrra vaxtabréfa.

Ákvæði 16. gr. laganna um að stjórnin skuli leggja fram fyrir Alþingi skýrslu um reynsluna á lánastarfi sjóðsins, hefir því heldur ekki verið fullnægt.

Stjórnin hefði átt að stofna lánsdeildina við Fiskveiðasjóðinn; og hafi hún ekki séð sér það fært vegna ins lága markaðs á bankavaxtabréfum Landabankans, þá hefði hún þó að — minsta kosti átt að leggja fyrir þingið líkt frumvarp og eg nú flyt.

Hvort þetta frumvarp muni verða til verulegs stuðninga sjávarútveginum, læt eg ósagt, en það er þó að minsta kosti viðleitni í þá átt. Vænti eg þess, að háttv. deild vilji án lengri framsögu leyfa frumv. að ganga til 2. umr. Það er svo stutt, að ekki ætti að þurfa að að setja það í nefnd.