15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í C-deild Alþingistíðinda. (917)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Framsögum. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Eg hefi eigi gert ágreining út af þessu atriði, út af því, að það væri komið frá stjórninni, en það er ekkert betra fyrir það, hvaðan það er komið.

Það er rangt, sem hæstv. ráðherra sagði, að eg bygði á því fyrirkomulagi, sem nú er. — Þeir kjósendur, sem hafa komið sér saman um lista, geta eigi ráðið röðinni á honum, ef má taka atkvæði frá öðrum listum. Þetta er óhrakið enn, þrátt fyrir mótmæli hæstv. ráðherra.

Hefðu kjósendurnir traust á manninum, þá hefðu þeir haft hann ofar á listanum.

Hitt hlýtur líka að koma fyrir, að maður, sem kjósendur vilja síður, flytjist upp á listanum og upp fyrir þá sem þeir trúa betur.