11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (1637)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Steingr. Jónsson :

Það getur verið rjett, að ekki sje tekin nema 1 kr. og 15 aur. á dag fyrir sjálfa leguna á sjúkrahúsinu í Hólmavík, en þar á ofan bætist svo borgun fyrir læknishjálp, 50 aur. á dag, og ennfremur þóknun fyrir vökunætur o. s. frv. Það bætist við borgunina til sjálfs sjúkrahússins, og hygg jeg að það sje oft nær 1 kr. en 50 aur. á dag.