11.08.1914
Efri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (1651)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Karl Finnbogason:

Jeg á hjer litla brtt., sem jeg kom með til að reyna að greiða úr þeirri flækju, er brtt. sú, er fram var komin, gjörði í frv. Sumum hv. dm, þykir upphæðin, sem farið er fram á að veita heilsuhælinu, ofhá, öðrum þykir hún oflág. Jeg vil reyna að miðla hjer málum. Í brtt. minni held jeg mjer að vísu við lægra hámarkið, 10000 kr., en þó er ekki loku skotið fyrir, að upp fyrir það megi fara, ef brýn þörf krefur. Þetta þykir mjer líklegt, að allir þeir geti sætt sig við, sem vilja að málið fái fram að ganga, en að sem minst fje sje þó lagt fram.