01.07.1914
Efri deild: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2136)

Deildarsetning efri deildar

Ráðherra:

Jeg leyfi mjer hjer með að leggja fyrir hina háttvirtu deild 7 af þeim 15 frumvörpum, sem Hans Hátign konungurinn hefir samþykt að lögð yrðu fyrir þingið í þetta skifti sem stjórnarfrumvörp.

Frumvöpin eru þessi:

1. Frumv. til laga um breyting á lögum um skrásetning skipa frá 13. des. 1895.

2 — — — breytingaráákvæðum siglingalaganna 22. nóv.1913 um árekstur og björgun.

3. — — — — sjóvátrygging.

4. — — — — varnarþing í einkamálum.

5. — — — — breyting á póstlöglögum 16. nóv. 1907.

6. — — — — breyting á lögum nr. 66, 10. nóv. 1905, um heimild til að stofna hlutafjelagsbanka á Íslandi.

7. — — — — notkun bifreiða.

Þessum frumvörpum er nú útbýtt meðal háttv. þingdeildarmanna, og vona jeg að háttv. forseti taki þau á dagskrá og deildin til þóknanlegrar meðferðar. Jeg skírskota til hinna prentuðu athugasemda við frumv., og geymi mjer það, er jeg að öðru leyti kynni að þurfa að athuga, þar til þau eru komin til umræðu.