27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (2177)

51. mál, vegir

Karl Einarsson:

Daginn áður en jeg fór úr Eyjunum hjelt jeg þingmálafund, en daginn þar á undan sýslufund, svo að jeg hafði við öðru að snúast en að leita álits hreppsnefndarinnar um þetta mál. En ef háttv. deildarmönnum finst mikið undir því komið, skal jeg nú samstundis eftir þingfund reyna að fá yfirlýsingu frá hreppsnefndinni með símskeyti. En til þess að hægt verði að leggja þá yfirlýsing fyrir háttv. deild, þarf að taka málið út af dagskrá og má þá væntanlega taka það á dagskrá á morgun.