06.07.1914
Neðri deild: 4. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (254)

16. mál, beitutekja

Guðm. Eggerz :

Eg skal geta þess, að það er beint tekið fram í lögunum frá 1905, að ef usli verður á jörðu við beitutekju, þá eiga landeigendur rétt til skaðabóta. Þetta ákvæði þyki mér nægja. En bæði að hækka beitutekjugjaldið og bæta við sektum þyki mér of langt farið. Það sjá allir, hve afar

þýðingarmikið það er, að sjómenn geti náð í beitu, og varast verður að gera þeim örðugt fyrir í því efni.