01.07.1914
Efri deild: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Deildarsetning efri deildar

Sigurður Stefánsson :

Jeg styð forseta í þessu máli. Það hefir ekki verið venja hingað til að fresta forsetakosningu þótt þingmenn hafi vantað. Og hvernig stendur á því að þessa góðu þingmenn vantar? Það er sjálfskaparvíti. Þeir hefðu getað verið komnir til þings alveg eins og við hinir. Það vissu allir, að það var ekki til neins að treysta því, að Flóra næði hingað áður en þing var sett. Jeg vil líta á það, hvort það er óhjákvæmileg töf, sem veldur því, að þingmenn eru ekki komnir, og mjer finst varhugavert að fresta fundi, þegar svo er ástatt sem nú.