08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í B-deild Alþingistíðinda. (552)

114. mál, atkvæðagreiðsla við alþingiskosningar

Framsögum. (Einar Arnórsson):

Það er orðið fáment hér í deildinni, og þó svo mikill kliður, að það þarf sterkan málróm til þess að láta heyra til sín. — Annars get eg verið fáorður, því að eg hefi áður gert grein fyrir því, hvers vegna frumv. þetta er fram komið. Eg vona að háttv. deild sé nefndinni samdóma um það, að rétt sé að láta eigi að eina sjómenn, heldur og alla aðra, eiga rétt á því, að neyta atkvæðis sina, þótt fjarstaddir sé heimili sínu. Breyt.till., sem nefndin hefir gert, stafa flestar af því, að stjórnarfrumv. hafði að eins að geyma ákvæði um atkvæðagreiðslu sjómanna einna, en nefndin bætti öðrum fjarstöddum mönnum við. Og svo hefir verið vikið við orðum í frumv. vegna þess, að ætlast er til þess, að það komist í framkvæmd, þótt stjórnarskrárfrumvarpið verði ekki að lögum og því þurfi eigi á reglum þess um hlutfallskosningar að halda. Skal eg ekki fara frekar út í breyt.till.

Eg vona að frumv. fái að ganga um ræðulaust eða umræðulítið til 2. umr.