05.08.1914
Neðri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

51. mál, vegir

Flutningsm. (Björn Kristjánsson):

Háttv. 1. þm. Húnv. (G. H.) taldi það ósanngirni, að fara fram á þetta í frumv., en hann verður að gá að því, að þetta er fjölfarnasti vegur á landinu. Ekki af þeim, sem halda honum við, heldur öðrum. Kjósarsýsla hefir nú lagt hann niður sem sýsluveg og neitað að halda honum við, og hvaðan á þá viðhaldið að koma? (Sigurður Sigurðsson: Frá Reykjavík og Hafnarfirði). Já, en ekki nema í landeign þeirra bæja.

Eg vona sem sagt að háttv. deild felli þessa breytingartillögu, en samþykki frumv. óbreytt.