31.07.1914
Neðri deild: 29. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 820 í B-deild Alþingistíðinda. (800)

22. mál, vegir

Matthías Ólafsson:

Eg ætla aðeins stuttlega að gera grein fyrir atkv. mínu í þessu máli. Eg býst við, að eg verði á móti frv. Það stendur svo á, að það er ekki nema örstuttur tími síðan að vér samþyktum hér á þinginu lög, sem heimiluðu stjórninni að stöðva útborganir og óútborguð lán úr landasjóði. Eg bjóst því við, að háttvirtir flutningsmenn mundu taka þetta frumv. aftur. (Bjarni Jónsson: Það má stöðva þessar útborganir líka). Þá álít eg það allsendis óþarft að vera að hleypa öðrum eins málum af stokkunum. Annars sé eg ekki ástæðu til að orðlengja þetta frekara. Eg er á móti þessu frv. af þessari einu ástæðu, sem eg nú hefi greint. Hvernig, sem eg annars kynni að hafa litið á málið, þá verð eg að greiða atkvæði á móti því, eins og sakir standa nú.