10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

113. mál, kosningar til Alþingis

Magnús Kristjánsson:

Eg ætla að reyna að leiðrétta eina af meinlokunum í ræðu háttv. 1. þm. Arn. (S. S.).

Ed hafði ekki tæki til þess að mæla hitann í honum, meðan hann talaði, og er því ekki viss um að hann hafi haft óráð, en svo mikið er víst, að hann var ruglaður í reikningunum. — Eg hafði sagt, að þessir tveir þingmenn myndi kosta svona 5–600 kr. á ári, og með því meinti eg auðvitað það, að þar sem þing er að jafnaði ekki háð nema annaðhvert ár, þá verður kostnaðurinn við tvo þingmenn á þeim tíma hinn sami og við einn þm, á hverju ári. Þetta skildi háttv. ekki, og reiknaði út, að hvor þessarra tveggja þingmanna um sig, kostaði 1200 kr. árlega. Ef hann reiknaði ætíð svona, þá skyldi mig ekki furða, þótt reikningar hans yrði eitthvað skrítnir.

Eg ætla að láta þetta dæmi nægja til að sýna hverjar lokleysur hann fór með.