30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Framsögum. (Pjetur Jónsson):

Jeg get lýst því yfir, að við fjárlaganefndarmenn gjörum þetta mál ekki að kappsmáli. En jeg vil að eins taka það fram, að jeg get ekki skilið það, að Skúli Thoroddsen eigi nokkra lagakröfu til þess, að fá þetta fje. Það er heldur ekki rjett að hann hafi verið grátt leikinn af stjórn nje þingi. Hitt er annað mál, að hjer mun hafa verið farið eftir öðrum reglum en tíðkast höfðu, og jeg er sannfærður um, að það, hvernig eftirlaunin voru úrskurðuð, hafi meira verið af mistökum en að það hafi stafað af illvilja. Það er satt, að Skúli Thoroddsen varð hart úti á ýmsan hátt, þegar verið var að hrekja hann frá embætti sínu, um tíma, en þingið 1895 veitti honum líka miklar skaðabætur, 5000 kr. Svo var þessi maður tekinn á eftirlaun á besta aldri, og má telja, að hann, eins og á stóð, hafi verið fult eins vel settur með 1500 kr. í eftirlaun og frjálsar hendur til að reka ýmsa atvinnu, eins og þó hann hefði gott sýslumannsembætti. Hann fekk því fullar sæmdir út af þessu máli Það sem mjer þykir lakast í þessu máli, er það, að háttv,. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) skuli, mótmæla; því, að samkomulag hafi orðið. um þetta mál milli hans og fjárlaganefndarinnar. Jeg get vitnað hjer til fjárlaganefndarmanna, um að jeg fer hjer með rjett mál, og skal svo ekki orðlengja þetta frekar.