30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (1271)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Benedikt Sveinsson:

Mjer þykir vænt um að hv. frsm. (P. J.) vill ekki gjöra þetta mál að kappsmál, og sýnir þetta sanngirni hans. Jeg sagði aldrei að Alþingi hefði leikið Skúla Thoroddsen grátt, heldur átti jeg við stjórnina og hugði, að allir gæti skilið það: Annars finst mjer óþarfi að komast hjer út í umræður um Skúlamálið svokallaða. Jeg veit það vel, að hjer hafa orðið, á mistök, en ekki bein rangindi, en það kemur alt í sama stað niður, ef þingið vill nú ekki unna manninum rjettar síns, og veita honum uppbót fyrir það fje, sem hann hefir mist, fyrir mistök þau, er orðið hafa.