26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

40. mál, gullforði Íslandsbanka

Hannes Hafstein:

Mjer hefir skilist, að ákvæðið um að landið taki gullforðann í sínar hendur, hafi verið sett í því skyni, að landsstjórnin mætti grípa til gullsins og nota það, ef þörf krefði, í landsins þarfir, til innkaupa á vörum eða því um líkt. Ef til þess kæmi, að gullið, sem nú er til, væri þannig af hendi látið, þá þarf tíma til þess að útvega gull aftur í þess stað, áður en innlausnarskylda bankans byrjar aftur. Með þetta fyrir augum skilst mjer að sú breyting á frv., sem nefndin hefir stungið upp á, sje á rökum bygð.