26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

12. mál, landhelgissjóður Íslands

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Jeg hefi lítið að segja fram yfir það, sem stendur í nefndarálitinu. Eins og frumv. ber með sjer, vilja flutningsmennirnir að tillag landssjóðs til Landhelgissjóðsins verði hækkað upp í 30 þús. kr. árlega. Nefndin í heild sinni fjelst á, að rjett væri að auka tillagið, sjerstaklega þar sem búast má við, að sektirnar, sem til hans eiga að renna, verði litlar fyrst um sinn. En hins vegar fanst meiri hluta nefndarinnar ískyggilegt, eins og fjárhag landsins er nú háttað, að auka tillagið. eins mikið og frumv. fór fram á. Meiri hlutinn leggur því til, að áratillagið verði 20 þús. kr. í. stað 30 þús. kr. Minni hlutinn gat fallist á, að færa tillagið eitthvað niður úr 30. þús. kr., en. þó þótti honum meiri hl. fara heldur langt í því efni. Mundi minni hl. hafa sætt sig betur við, að tillagið væri ákveðið einhvers staðar á milli þeirrar upphæðar, sem farið er fram ú í frumv., og þeirrar, sem meiri hlutinn stingur upp á, t. d. 25 þús. kr. Áskildi minni hluti sjer rjett til að greiða atkvæði með till., sem færi í þá átt, ef svo færi, að hún kæmi fram. Meiri. hl. heldur fast við, að árstillagið verði ekki ákveðið að þessu sinni hærra en 20 þús. kr. Hann sjer ekki, að fært sje að hafa það hærra, þar sem óáran er í landinu. Þess vegna verður meiri hl. að leggja á móti brtt. á þgskj. 98, um að landssjóðstillagið til sjóðsins sje 60 þús. kr. á ári. Það er vitanlega öllum ljóst; að því örar sem sjóðurinn eykst, því fljótar er hægt að koma því í framkvæmd, sem allir þrá, að við getum sjálfir tekið að okkur landhelgisvarnirnar. En hvað sem því líður, þá hjálpar ekki að tala um viljann þegar getan er ekki fyrir hendi. Þegar getan er takmörkuð, en þarfirnar margar, verður að meta það, hver þörfin er mest knýjandi. Meiri hl. nefndarinnar er ljóst, að það er þjóðþrifa fyrirtæki, sem hjer er um að ræða, en hins vegar dylst honum ekki, að margar þarfir kalla bráðar að, og á því byggist það, að hann hefir lagt til að færa niður þessa upphæð.

Jeg sje ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um málið, fyrr en þá að andmæli koma fram gegn áliti nefndarinnar. Jeg vil leyfa mjer að leggja til, að háttv. deild samþykki frumv. með þeim breytingum, sem nefndin hefir stungið upp á.