02.08.1915
Neðri deild: 22. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 879 í B-deild Alþingistíðinda. (1654)

67. mál, dýraverndun

Bjarni Jónsson :

Jeg vil sýna háttv. 1. þm. Rvk. (S. B.), að mjer er ekki í hug að skemma mál fyrir honum. Þetta mál er svo almenn mannúðarspurning, að það getur að sjálfsögðu ekki fremur átt heima hjá landbúnaðarnefndinni en hverri annari nefnd. Mannúðleg meðferð á skepnum varðar ekki frekar bændur þessa lands en aðra, því að öllum ætti að vera það sjálfsögð skylda að gjöra sitt ítrasta til þess, að skepnunum liði sem best. Og þó að jeg hafi ekki heimild til þess frá samnefndarmönnum mínum, vil jeg samt beiðast undan því, að málinu sje vísað til landbúnaðarnefndar.