17.08.1915
Neðri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

104. mál, útflutningsgjald

Frsm. (Pjetur Jónsson):

Hafi hv. þm. Ak. (M. K.) skilið fjárl.nefndina svo, að hún ætlaðist til framlaga frá einstaklingum, á móti því af síldartollinum, sem úr Fiskveiðasjóði gengi til eftirlitsins, þá er það misskilningur. En ef þeir þar nyrðra þurfa til eftirlitsins viðbót úr landssjóði, þá verða þeir auðvitað að leggja þar í móti eins og aðrir. Frá þessu kvikar fjárlaganefndin ekki.