10.07.1915
Efri deild: 3. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í B-deild Alþingistíðinda. (176)

18. mál, útflutningsbann á breskum vörum

Guðmundur Björnson :

Enda þótt jeg telji sjálfsagt, að Alþingi muni leggja samþykki sitt á bráðabirgðalög þessi, þá er þó hitt jafn sjálfsagt, að skipa nefnd til þess að athuga þau, því að þeirri aðferð ber Alþingi jafnan að beita, ef stjórnin telur sig knúða til þess, að gefa út bráðabirgðalög milli þinga. Jeg leyfi mjer því að leggja til, að skipuð verði þriggja manna nefnd.