11.08.1915
Neðri deild: 30. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Sigurður Eggerz:

Jeg vil mæla með því, að nefnd verði kosin í þetta mál. Jeg tel það alveg sjálfsagt, ef hækka á launakjör starfsmanna við þetta safn, þá beri líka að athuga kjör starfsmanna við önnur söfn landsins. Það hafa heyrst háar umkvartanir, bæði frá starfsmönnum Landsbókasafnsins um hve lág launin sjeu og eina hefir forngripavörðurinn farið þess á leit, að laun hana yrðu hækkuð. Það væri því bersýnilegt ranglæti, að hækka að eins kaup þessara starfsmanna, er frv. lýtur að, en taka ekkert tillit til umkvartana starfamanna hinna safnanna.

Annars verð jeg að vera sammála háttv. 2. þm. S-Múl. (G. E ) um það, að það sje óhyggilegt að vera að gjöra nokkra breytingu í þessu efni nú, meðan launanefndin, sem á að rannsaka launakjör embættismanna, situr á rökstólum.

Hvað viðvíkur kjósendahræðslu þeirri, er háttv. þm. Dal. (B. J.) var að tala um, þá má auðvitað alt af koma með þess háttar grýlur, en jeg er óhræddur þótt háttv. þm. (B. J.) bregði mjer um slíkt. Annars er hann vanur því, að tala svo vel um kjósendur og þeirra vilja, að það situr illa á honum, að brígsla mjer með því, að jeg sje á sömu skoðun og kjósendur í þessu máli. Jeg vona það, að jeg sje bæði í þessu máli og ýmsum öðrum í samræmi við kjósendur þessa landa.