01.09.1915
Neðri deild: 48. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1281 í B-deild Alþingistíðinda. (2054)

134. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis-og sýslunnarmönnum landssjóðs

Ráðherra :

Jeg stend að eins upp til þess að staðfesta það, sem háttv. 2. þm. Rvk. (J. M.) sagði, að það er fyrir mína tilstilli, að þetta frumv. er fram komið, og hafa þrír háttv. þm. orðið til þess, að flytja það. Jeg taldi það sem sje sjálfsagt, þar sem meiri hlutinn var með því á »prívat«-fundi þeim, sem um var getið, að hækka laun símafólksins, að hækka þá laun þessara manna líka. Það verður að sýna þeim rjettlæti eins og hinum.

Jeg skal engu spá um framtíð frumv.; hún mun nú sjást bráðlega, og ekki heldur fara út í einstök atriði. Að eins skal jeg geta þess, að þótt jeg hafi gjört uppkast að frumvarpinu, og þótt mjer og fleirum hafi sýnst flokkun sú sanngjörn, sem þar er fylgt, þá mun jeg ekki setja mig á móti breytingum á því, ef annað sýnist rjettara. Jeg vil gjarna að málið sje athugað í nefnd, og vil því stinga upp á 5 manna nefnd.