16.08.1915
Neðri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (2310)

128. mál, rjúpnafriðun

Björn Hallsson:

Mjer þykir hlýða, að þetta mál verði athugað í nefnd. En þar sem þegar hafa verið skipaðar mjög margar nefndir í deildinni, er full ástæða til að vísa málinu til nefndar, sem til er, heldur en að skipa nýja. Vil jeg því gjöra það að uppástungu minni, að málinu verði vísað til landbúnaðarnefndarinnar, og gjöri jeg það meðfram með það fyrir augum, að háttv. flutnm. (J. E.) á sæti í þeirri nefnd. Eins og við vitum, hefir það jafnan verið venja hjer í þinginu, að flutningsm. eigi sæti í þeim nefndum, sem athuga málin, sem þeir flytja.