30.07.1915
Efri deild: 19. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í B-deild Alþingistíðinda. (289)

23. mál, sérstakar dómþinghár

Karl Einarsson:

Jeg vil að eins með örfáum orðum mæla með því, að háttv. deild lofi máli þessu að ganga óhindrað áfram, án þess að setja í það nefnd.

Jeg skal jafnframt geta þess, að flutningsmaður þess, háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.), hefir sýnt mjer símskeyti frá sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu, þar sem hann segist ekkert hafa að athuga við að sveitum þessum verði skift í 2 dómþinghár, en hann varðar helst mál þetta, auk sveitabúa, er óska þess eindregið.